Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Fjöldamótmæli kúabænda í löndum Evrópusambandsins

02.08.2012

Eins og fram hefur komið hefur afurðastöðvaverð á mjólk í mörgum löndum Evrópu farið ört lækkandi á undanförnum vikum og gildir þar einu hvort horft sé til Skandinavíu, Stóra-Bretlands eða norðurhluta Evrópu. Þetta er vegna mikils framboðs á mjólk í kjölfar afurðaaukningar í flestum löndum Evrópu ásamt metframleiðslu í Nýja-Sjálandi.

 

Nú er algengt afurðastöðvaverð 40-45 íkr./líterinn, en auk þess fá kúabændur opinbera styrki í formi hektarastuðnings og deilt á framleiðsluna nema þessir styrkir oft 5-10 krónum á líter (misjafnt eftir löndum). Á sama tíma og afurðaverðið hefur lækkað hefur verð á kjarnfóðri rokið upp og ýtt enn frekar undir tap framleiðslunnar.

 

Kúabændur í Bretlandi hafa staðið fyrir mótmælum við stórmarkaði og verslanir í nokkrar vikur til þess að fá neytendur til þess að átta sig á alvarleika málsins og nú hafa samtök kúabænda í Austurríki, Þýskalandi, Belgíu og Frakklandi tilkynnt að þau séu tilbúin til sambærilegra aðgerða.

 

Í Skandinavíu er minni hefð fyrir mótmælum bænda en sunnar í Evrópu en kúabændur hafa þó staðið fyrir mótmælum í Svíþjóð. Í Danmörku eru skiptar skoðanir meðal kúabænda á tilgangi mótmæla en svo virðist sem afurðaverðslækkunin í gær muni ýta hraustlega við bændunum/SS.