
Fjölbreyttar niðurstöður úr BLUP kynbótamatinu í sauðfjárrækt árið 2009 – nú aðgengilegar á vefnum
19.08.2009
Úrvinnslu á BLUP kynbótamatinu í sauðfjárrækt fyrir árið 2009 lauk í júli. Áður en sumarleyfi hófust var komið á framfæri fyrstu niðurstöðum þess hér á vefnum. Nú hefur þar verið bætt við fjölmörgum fleiri niðurstöðum sem hægt er að skoða hér. Þarna eru ýmsar töflur yfir þá hrúta sem skara framúr í einstökum eiginleikum. Einnig eru þarna sérstakar töflur fyrir sæðingastöðvahrútana um alla eiginleikana sem matið er reiknað fyrir. Um hverja einstaka töflu er síðan þarna að finna nokkuð ítarlega umfjöllun um athyglisverðustu niðurstöðurnar í hverri töflu. Þarna á því að vera hægt að sækja hafsjó af fróðleik um athyglisverðustu kynbótahrútana á landinu í dag. Einstakir fjáreigendur geta síðan sótt niðurstöður fyrir alla einstaklinga á sínu eigin búi í gagnagrunninn FJARVIS.IS auk þess sem niðurstöðurnar berast þeim í haustbókunum fyrri allar lifandi ær á búinu.
Myndin er af Króki sem fékk hæstu einkunn hrúta fyrir gerð.
Myndin er af Króki sem fékk hæstu einkunn hrúta fyrir gerð.