Beint í efni

Fjölbreytt þingmál liggja fyrir aðalfundi LK síðar í dag

27.03.2010

Fyrir fundi dagsins liggja fjölmörg drög að ályktunum, sem nú eru til umsagnar hjá nefndum þingsins. Sum mál geta breyst í meðförum nefnda, en eftirfarandi mál eru m.a. í vinnslu nú:

– um aðildarumsókn að ESB

– um skuldavanda kúabænda

– um verðlagsmál og framkvæmd mjólkursamnings

– um sæðingamál og kostnað

– um framleiðslu mjólkur utan greiðslumarks

– um endurskoðun Búnaðargjalds

– um dýralæknaþjónustu

– um stefnumörkun nautgriparæktar

– um greiðslumark mjólkur og greiðslumarkskerfið

– um nýjungar í kynbótastarfi

– um útflutning mjólkurvara og greiðslur fyrir umframmjólk

– um tryggingarmál kúabúa og búreksturs

– um sameiningu fagráðuneyta

– um endurnýjun Búnaðarlagasamnings

 

Allar ályktanir verða birtar á vefnum um leið og umræðum og atkvæðagreiðslu um þær lýkur.