Beint í efni

Fjárfestar stórgræddu á mjólkurdufti árið 2011

02.01.2012

Oft hefur verið mælt með því að fjárfesta í gulli og víða um heim eru til gullsjálfsalar fyrir þá sem vilja festa fé sitt í þeim eðalmálmi. Árið 2011 var sem fyrr hagstætt að fjárfesta í gulli enda hækkaði það á markaðinum í Chicago um heil 15% á árinu sem leið. Þeir sem voru hinsvegar snjallir í viðskiptum fjárfestu í afurðum nautgripa!

 

Mjólkurduft endaði nefninlega á toppi listans í Chicago yfir hrávöru sem mest hækkaði á árinu en hækkun mjólkurinnar nam 41% á árinu. Næst hæst hækkaði frosið kálfakjöt eða um 21% og vermdi gullið þriðja sætið að þessu sinni/SS.