Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Fjárfesta fyrir 3 milljarða í Nígeríu

26.09.2018

Hollenska samvinnufélagið FrieslandCampina ætlar sér stóra hluti í Nígeríu, líkt og mörg önnur afurðafyrirtæki, enda er Nígeríumarkaðurinn talinn einkar áhugaverður þar sem mikill uppgangur er í landinu. Félagið mun leggja alls 3 milljarða íslenskra króna í eflingu afurðavinnslu félagsins en hefur jafnframt kallað eftir því að bændur landsins fái aðstoð við að byggja upp sína framleiðslu. Í dag er kúabúskapur í Nígeríu afar vanþróaður og þarf að stórefla hann ef landið ætlar að geta sinnt ört vaxandi þörf fyrir mjólkurvörur.

FrieslandCampina styður við uppbyggingu á búskap á sínu starfssvæði í fylkinu Oyo með því að leiðbeina bændum og kenna réttu vinnubrögðin og handtökin við kúabúskap en í þessu eina fylki eru í dag um 3.500 lítil kúabú/SS.