Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Fjár- og stóðréttir haustið 2011

12.09.2011

Eins og undanfarin ár hafa Bændasamtökin tekið saman lista yfir helstu fjárréttir og stóðréttir á landinu á komandi hausti. Samkvæmt upplýsingum Bændasamtakanna verða fyrstu fjárréttir haustsins laugardaginn 3. september nk. en þá verður réttað á sex stöðum norðanlands, í Eyjafirði, Skagafirði og Húnavatnssýslum. Fyrsta stóðrétt haustsins verður einnig sama dag, Miðfjarðarrétt í Miðfirði í Vestur-Húnavatnssýslu.

Líkt og vanalega hefur Ólafur R. Dýrmundsson ráðunautur hjá Bændasamtökunum haft veg og vanda að samantekt listans. Hér að neðan má sjá fjárréttir haustsins í stafrófsröð. Þá hefur Ólafur tekið saman sérstakan lista yfir réttir í Landnámi Ingólfs sem stutt er að fara í fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins. Listi yfir stóðréttir haustsins er síðan tekinn saman eftir tímasetningum.

Vert er að taka fram að alltaf geta slæðst villur í lista af þessu tagi. Því er þeim sem hyggjast kíkja í réttir á komandi hausti bent á að gott getur verið að hafa samband við heimamenn og fá staðfestingu á dagsetningum og tímasetningu réttanna. Einnig er fjallskilastjórum, sem og öðrum, sem hafa upplýsingar um réttir sem ekki koma fram á listanum eða vilja leiðrétta rangfærslur, bent á að hafa samband við Bændasamtökin í síma 563-0300 eða í tölvupóst fr@bondi.is.

Fjárréttir haustið 2011

Auðkúlurétt við Svínavatn, A.-Hún. laugardag 10. sept.

Arnarhólsrétt í Helgafellssveit, sunnudag 18. sept.
Árhólarétt í Unadal, Skag. laugardag 10. sept.
Árskógsrétt á Árskógsströnd, Eyf. laugardag 10. sept.
Baldursheimsrétt í Mývatnssveit, S.-Þing. sunnudag 4. sept.
Brekkurétt í Norðurárdal, Mýr. sunnudag 18. sept.
Brekkudalsrétt í Saurbæ, Dal. sunnudag 18. sept.
Brúsastaðarétt í Þingvallasveit, Árn. sunnudag 18. sept.
Deildardalsrétt í Skagafirði, laugardal 17. sept.
Fellsendarétt í Miðdölum, sunnudag 18. sept.
Flekkudalsrétt á Fellsströnd, Dal. laugard. 17. sept. og laugard. 1. okt.
Fljótshlíðarrétt í Fljótshlíð, Rang. sunnudag 18. sept.
Fljótstungurétt í Hvítársíðu, Mýr. laugardag 10. sept. og sunnud. 11. sept. 
Flókadalsrétt í Fljótum, Skag. sunnudag 18. sept.

Fossárrét í A-Hún, laugardag 10. sept. 
Fossrétt á Síðu, V.-Skaft., föstudag 9. sept.
Fossvallarétt v/Lækjarbotna, (Rvík/Kóp), sunnudag 18. sept.
Gillastaðarétt í Laxárdal, Dal. sunnudag 18. sept.
Glerárrétt við Akureyri, laugardag 17. sept.
Gljúfurárrétt í Höfðahverfi, S.-Þing. laugardag 10. sept.
Grafarrétt í Skaftártungu, V.-Skaft. laugardag 17. sept.
Grímsstaðarétt á Mýrum, Mýr. þriðjudag 20. sept.
Haldréttir í Holtamannaafrétti, Rang. sunnudag 18. sept.
Hamarsrétt á Vatnsnesi, V.-Hún. laugardag 17. sept.
Heiðarbæjarrétt í Þingvallasveit, Árn. laugardag 17. sept.

Héðinsfjarðarrétt, í Héðinsfirði, sunnudag 18. sept. 
Hítardalsrétt í Hítardal, Mýr. mánudag 19. sept.
Hlíðarrétt við Bólstaðarhlíð, A.-Hún. sunnudag 11. sept.
Hlíðarrétt í Mývatnssveit, S.-Þing sunnudag 4. sept.

Hlíðarrétt í Skagafirði, laugardag 10. sept. 
Hofsrétt í Skagafirði, laugardag 17. sept.
Holtsrétt í Fljótum, Skag., laugardag 10. sept.
Hólmarétt í Hörðudal, sunnudag 2. okt.
Hraðastaðarétt í Mosfellsdal, sunnudag 18. sept.
Hraunarétt í Fljótum, Skag., fimmtudag 8. sept.
Hraungerðisrétt í Eyjafjarðarsveit, laugardag 3. sept.
Hraunsrétt í Aðaldal, S.-Þing., sunnudag 18. sept.
Hreppsrétt í Skorradal, Borg., sunnudag 18. sept.
Hrunaréttir í Hrunamannahr., Árn., föstudag 16. sept.
Hrútatungurétt í Hrútafirði, V.-Hún., laugardag 3. sept.
Húsmúlarétt v/Kolviðarhól, Árn., laugardag 17. sept.
Hvalsárrétt í Hrútafirði, Strand., laugardag 17. sept.
Illugastaðarétt í Fnjóskadal S.-Þing., sunnudag 11. sept.
Innri - Múlarétt á Barðaströnd, V.-Barð., laugardag 1. okt.
Kaldárbakkarétt í Kolb., Hnapp., sunnudag 11. sept.
Kirkjubólsrétt í Steingrímsfirði, Strand., sunnudag 18. sept.
Kirkjufellsrétt í Haukadal, Dal., laugardag 10. sept.
Kjósarrétt í Árneshreppi, Strand., laugardag 24. sept.
Kjósarrétt í Hækingsdal, Kjós, sunnudag 18. sept.
Klausturhólarétt í Grímsnesi, Árn., miðvikudag 14. sept.
Kleifnarétt í Fljótum, Skag., laugardag 3. sept.
Krísuvíkurrétt, Gullbringusýslu, laugardag 1. okt.
Landréttir við Áfangagil, Rang., fimmtudag 22. sept.
Laufskálarétt í Hjaltadal, Skagafirði, sunnudag 18 sept.
Ljárskógarétt í Laxárdal, Dal., laugardag 3. sept.
Lokastaðarétt í Fnjóskadal, S.-Þing., sunnudag 11. sept.
Melarétt í Árneshreppi, Strand., laugardag 17. sept.
Melarétt í Fljótsdal, N.-Múl., laugardag 24. sept.
Miðfjarðarrétt í Miðfirði, V.-Hún., laugardag 3. sept.
Mýrdalsrétt í Hnappadal, þriðjudag 20. sept.
Mælifellsrétt í Skagafirði, sunnudag 18. sept.
Möðruvallarétt í Eyjafjarðarsveit, laugardag 3. sept.
Nesmelsrétt í Þverárhlíð, Mýr., laugardag 10. september.
Núparétt á Melasveit, Borg., sunnudag 11. sept.
Oddsstaðarétt í Lundarreykjadal, Borg., miðvikudag 14. sept.
Rauðsgilsrétt í Hálsasveit, Borg., sunnudag 18. sept.
Reistarárrétt í Arnarneshreppi, Eyf., laugardag 10. sept.
Rugludalsrétt í Blöndudal, A-Hún., laugardag 3. sept.
Reyðarvatnsréttir á Rangárvöllum, laugardag 24. sept.
Reykjarétt í Ólafsfirði, laugardag 10. sept.
Reykjaréttir á Skeiðum, Árn., laugardag 17. sept.
Reynisrétt undir Akrafjalli, Borg., laugardag 24. sept.
Sandfellshagarétt í Öxarfirði, N.-Þing., þriðjudag 13. sept.
Sauðárkróksrétt, Skagafirði, laugardag 10. sept.
Selflatarrétt í Grafningi, Árn., mánudag 19. sept.
Selárrétt á Skaga, Skag., laugardag 10. sept.
Selvogsrétt í Selvogi, sunnudag 18. sept.

Siglufjarðarrétt í Siglufirði, laugardag 17. sept
Silfrastaðarétt í Blönduhlíð, Skag., mánudag 19. sept.
Skaftárrétt í Skaftárhr., V.-Skaft., laugardag 10. sept.
Skaftholtsréttir í Gnúpverjahreppi, Árn., föstudag 16. sept.
Skarðarétt í Gönguskörðum, Skag., laugardag 10. sept.
Skarðsrétt á Skarðsströnd, Dal., laugardag 17. sept.
Skarðsrétt í Bjarnarfirði, Strand., laugardag 17. sept.
Skeljavíkurrétt í Steingrímsfirði, Strand, laugardag 17. sept.
Skerðingsstaðarétt í Hvammsveit, Dal., sunnudag 18. sept.
Skrapatungurétt í Vindhælishr., A.-Hún., laugardag 10. og sunnudag 11. sept.
Staðarbakkarétt í Hörgárdal, Eyf., föstudag 16. sept.
Staðarrétt í Skagafirði, sunnudag 11. sept.
Staðarrétt í Steingrímsfirði, Strand., sunnudag 18. sept.
Stafnsrétt í Svartárdal, A.-Hún., laugardag 10. sept.

Stafnsrétt í Skagafirði, laugardag 10.sept 
Stíflurétt í Fljótum, Skag., föstudag 9. sept.
Svarthamarsrétt á Hvalfj.str., Borg., sunnudag 18. sept.
Svignaskarðsrétt, Svignaskarði, Mýr., mánudag 19. sept.

Teigsrétt í Vopnafirði, mánudag 12. sept.
Tjarnarleitisrétt í Kelduhverfi, S-Þing., sunnudag 18. sept.
Tungnaréttir í Biskupstungum, laugardag 17. sept.
Tungurétt á Fellsströnd, Dal., laugardag 10. sept. og föstudag 16. sept.
Tungurétt í Öxarfirði, N.-Þing., sunnudag 11. sept.
Tungurétt í Svarfaðardal, sunnudag 11. sept.
Undirfellsrétt í Vatnsdal, A.-Hún., föstudag 9. sept. og laugardag 10. sept.
Valdarásrétt í Fitjárdal, V.-Hún., föstudag 9. sept.
Víðidalstungurétt í Víðidal, V.-Hún., laugardag 10. sept.
Þorvaldsdalsrétt í Hörgárdal, Eyf., laugardag 10. sept.
Þórkötlustaðarétt í Grindavík, laugardag 17. sept.
Þórustaðarétt í Hörgárdal, Eyf., laugardaginn 17. sept.
Þverárrétt ytri, Eyjafjarðarsveit, Eyf., sunnudag 4. sept.
Þverárrétt í Vesturhópi, V.-Hún., laugardag 17. sept.
Þverárrétt í Þverárhlíð, Mýr., mánudag 19. sept.
Þverárrétt í Öxnadal, Eyf., mánudag 19. sept.
Ölfusréttir í Ölfusi, Árn., mánudag 19. sept.

Helstu réttir í Landnámi Ingólfs Arnarsonar
haustið 2011

laugardag 17. sept. kl. 14:00 Þórkötlustaðarétt í Grindavík
laugardag 17. sept. kl. 15:00 Heiðarbæjarrétt í Þingvallasveit
laugardag 17. sept. upp úr hádegi Húsmúlarétt við Kolviðarhól
______________________________________________________________

sunnudag 18. sept. kl. 9:00 Selvogsrétt í Selvogi, Árn.
sunnudag 18. sept. kl. 11:00 Fossvallarétt við Lækjarbotna
sunnudag 18. sept. um hádegi Hraðastaðarétt í Mosfellsdal
sunnudag 18. sept. um kl. 16:00 Kjósarrétt í Hækingsdal, Kjós
sunnudag 18. sept. kl. 17:00 Brúsastaðarétt í Þingvallasveit
mánudag 19. sept. kl. 9:00 Selflatarrétt í Grafningi
mánudag 19. sept. kl. 14:00 Ölfusréttir í Ölfusi
_________________________________________________________________

laugardag 1. okt. kl. 13:00 Krísuvíkurrétt í Gullbringusýslu

Seinni réttir verða tveim vikum síðar á sömu vikudögum, þ.e. dagana 1. - 3. október. Til að auðvelda hreinsun afrétta og draga úr hættu á ákeyrslum á þjóðvegum í haustmyrkrinu er lögð áhersla á að fé verði haft í haldi eftir réttir. Samkvæmt 5. gr. fjallskilasamþykktar fyrir Landnám Ingólfs Arnarsonar nr. 401/1996 er óheimilt að sleppa aftur fé úr haustréttum á afrétti.


Stóðréttir haustið 2011
_______________________________________________________________________________________________

Miðfjarðarrétt í Miðfirði, V. - Hún., laugardag 3. sept. kl. 9

Skarðarétt í Gönguskörðum, Skag., laugardag 17. sept. kl. 12-13

Staðarrétt í Skagafirði., laugardag 17. sept. um kl. 16

Skrapatungurétt í A.-Hún., sunnudag 18. sept. kl. 8-10

Silfrastaðarétt í Blönduhlíð, Skag., sunnudag 18. sept. um kl. 16

Hlíðarrétt við Bólstaðarhlíð, A.-Hún., sunnudag 18. sept. síðdegis

Deildardalsrétt í Skagafirði, föstudag 23. sept. kl. 13

Árhólarétt í Unadal, Skag., föstudag 23. sept. kl. 13

Auðkúlurétt við Svínavatn, A.-Hún., laugardag 24. sept. kl. 16

Laufskálarétt í Hjaltadal, Skag., laugardag 24. sept. kl. 13

Undirfellsrétt í Vatnsdal, A.-Hún., laugardag 24. sept. kl. 10

Þverárrétt í Vesturhópi, V.-Hún., laugardag 24. sept. um kl. 13

Tungurétt í Svarfaðardal, Eyf., laugardag 1. okt. kl. 10

Flókadalsrétt, Fljótum, Skag., laugardag 1. okt. kl. 13

Víðidalstungurétt í Víðidal, V.-Hún., laugardag 1. okt. kl. 10

Þverárrétt ytri, Eyjafjarðarsveit, laugardag 8. okt. kl. 10

Melgerðismelarétt í Eyjafjarðarsveit, laugardag 8. okt. kl. 13