Beint í efni

Finna Staf. Aureus á lyktinni

15.03.2018

Við höfum margoft greint frá áhugaverðum niðurstöðum rannsókna sem greint hefur verið frá í hinu víðlesna tímariti Journal of Dairy Science. Rannsóknirnar eru þó afar ólíkar og ein þeirra, sem er væntanleg á prent á næstunni, fjallar um það hvernig nota megi leitarhunda til þess að greina júgurbólgugerilinn Staf. Aureus!

Tilgangurinn með rannsókninni var að kanna hvort flýta mætti greiningu á þessum hvimleiða gerli. Í hnotskurn var tilraunin framkvæmd þannig að hundarnir voru látnir þefa af bæði júgurbólgumjólk, með því að sá út gerlum út á ræktunarskálar og með því að blanda gerlinum út í ósýkta mjólk. Í ljós kom að hundarnir náðu með að greina gerilinn af mestri nákvæmni ef honum hafði verið sáð út á ræktunarskál en hinar aðferðirnar tvær skiluðu einnig all góðum árangri en þróa þarf þó aðferðina áfram ef hana á að nota í viðskiptalegum tilgangi.

Mikilvægast er þó að niðurstöðurnar benda til þess að þróa megi búnað sem nemur lykt af þessum gerli og því megi flýta greiningu töluvert og þar með hefja rétta lyfjameðferð fyrr en ella/SS.