Beint í efni

Fimmtán bú tilnefnd sem ræktunarbú ársins 2022

16.11.2022

Fagráð í hrossarækt hefur valið þau hrossaræktarbú sem tilnefnd eru til árlegrar heiðursviðurkenningar Bændasamtaka Íslands, ræktunarbú ársins Valið stóð á milli 36 búa sem náð höfðu athyglisverðum árangri á árinu. Tilnefnd eru 12 efstu bú ársins að loknum útreikningi, í ár voru þrjú bú jöfn í tólfta sæti og eru búin því 14 í ár. Reglur fagráðs um ræktunarbú ársins má finna inn á heimasíðu Félags hrossabænda, fhb.is. Tilnefnd bú munu hljóta viðurkenningu á ráðstefnunni Hrossarækt 2022 sem haldin verður á Sprettshöllinni sunnudaginn 20. nóvember næstkomandi og byrjar kl. 13:00. Ræktunarbú ársins verður verðlaunað á þeim viðburði Tilnefnd bú eru eftirfarandi í stafrófsröð:
  • Auðsholtshjáleiga, Gunnar Arnarsson, Kristbjörg Eyvindsdóttir og fjölskylda
  • Austurás, Haukur Baldvinsson, Ragnhildur Loftsdóttir og fjölskylda
  • Árdalur, Ómar Pétursson, Pétur Ómarsson og fjölskylda
  • Fákshólar, Jakob Svavar Sigurðsson, Helga Una Björnsdóttir
  • Garðshorn á Þelamörk, Agnar Þór Magnússon og Birna Tryggvadóttir Thorlacius
  • Hjarðartún, Óskar Eyjólfsson, Bjarni Elvar Pétursson og Kristín Heimisdóttir, Hans Þór Hilmarson og Arnhildur Helgadóttir
  • Ketilsstaðir/Syðri-Gegnishólar, Bergur Jónsson og Olil Amble
  • Lækjamót, Sonja Líndal Þórisdóttir, Friðrik Már Sigurðsson, Ísólfur Líndal Þórisson, Vigdís Gunnarsdóttir, Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal, Þórir Ísólfsson og Elín Rannveig Líndal
  • Prestsbær, Inga og Ingar Jensen
  • Rauðalækur, Guðmundur Friðrik Björgvinsson, Eva Dyröy og Kristján Gunnar Ríkharðsson
  • Skagaströnd, Sveinn Ingi Grímsson, Þorlákur Sigurður Sveinsson
  • Skipaskagi, Jón Árnason og Sigurveig Stefánsdóttir
  • Steinnes, Magnús Jósefsson, Líney Árnadóttir, Jón Árni Magnússon og Berglind Bjarnadóttir
  • Sumarliðabær 2, Birgir Már Ragnarsson og Silja Hrund Júlíusdóttir
  • Þúfur, Gísli Gíslason og Mette Mannseth