Beint í efni

Fimm synir Soldáns á Nautastöðinni

20.09.2004

Síðastliðinn föstudag voru teknir inn á Nautastöðina á Hvanneyri fimm synir kynbótanautsins Soldáns. Um er að ræða nautin Rex (03023) frá Dýrastöðum í Norðurárdal, Fenrir (03024) frá Lundi í Lundarreykjadal, Mána (03025) frá Drumboddsstöðum í Biskupstungum, Leikni (03028) frá Hraunhálsi í Helgafellssveit og Finn (03029) frá Móeiðarhvoli í Hvolhreppi. Á næstu vikum mun svo koma í ljós hvernig gengur að ná sæði úr þessum fimm efnilegu Soldánssonum.