Beint í efni

Fimm haustfundir að baki

20.10.2005

Nú eru fimm haustfundir LK og aðildarfélaga að baki og hefur aðsókn verið nokkuð misjöfn eftir svæðum, en þó mjög góð þegar á heildina er litið. Rúmlega 180 manns hafa mætt á fundina og hafa umræður verið bæði líflegar og skemmtilegar. Á fundunum hafa forsvarsmenn LK farið yfir stöðu framleiðslumála og helstu hagsmunamála nautgripabænda. Næstu fundir verða haldnir í Vopnafirði og V-Skaftafellssýslu í dag (fimmtudag) og á Egilsstöðum og í A-Skaftafellssýslu í kvöld. Kúabændur eru hvattir til þess að mæta á fundina og taka virkan þátt í umræðum.