Ferskar kjötvörur nú í eigu Haga
18.04.2005
Ein stærsta kjötvinnsla landsins, Ferskar kjötvörur, hefur nú verið seld til fyrirtækisins Haga sem er hluti af Baugs-samsteypunni. Kaupverðið hefur ekki verið gefið upp, en Ferskar kjötvörur voru fyrir söluna í meirihlutaeigu Sláturfélags Suðurlands. Leifur Þórsson, sem var framkvæmdastjóri Ferskra fyrir söluna hefur verið ráðinn áfram til þess að stjórna fyrirtækinu.