Beint í efni

Ferðaþjónusta bænda í samstarf við Útflutningsráð Íslands

30.11.2009

Á uppskeruhátíð Ferðaþjónustu bænda sem haldin var á Hótel Hafnarfirði föstudaginn 20. nóvember sl.var undirritaður samstarfssamning við Útflutningsráð Íslands, sem felur í sér samvinnu  um handleiðslu- og þróunarverkefni á meðal félaga í Ferðaþjónustu bænda.

Verkefnið miðar að því að finna, greina og þróa nýja möguleika í þjónustu við ferðamenn, huga að mögulegum viðbótum við þá þjónustu sem þegar er til staðar og stuðla að samvinnu milli aðila innan svæðis um nýja eða bætta þjónustu. Verkefnin verða unnið í hverjum landshluta fyrir sig. Reiknað er með að þau verði alls sex talsins og áætlað er að haldin verði tvö til þrjú á ári. Verkefnunum verður stýrt af Útflutningsráði í náinni samvinnu við Ferðaþjónustu bænda.

Á myndinni eru þeir Sævar Skaptason, framkvæmdastjóri FB og Bændaferða, Hermann Ottósson, Útflutningsráði og Marteinn Njálsson, formaður Félags ferðaþjónustubænda að undirrita samkomulagið.

/fréttatilkynning frá FB