Ferð á The Royal Highland Show í Skotlandi í júní 2010
25.02.2010
Bændaferðir bjóða nú upp á ferð til Skotlands 21.-28. júní n.k., en ferðin hefur verið skipulögð með það í huga að kynna þátttakendum sem best bæði skoskan landbúnað og náttúru. Stór þáttur í ferðinni verður heimsókn okkar á sýninguna Scottish Royal Highland Show í Edinborg seinnihluta ferðarinnar. Flogið verður til Glasgow og þaðan keyrt til Fort William þar sem gist er fyrstu nóttina. Því næst er haldið meðfram Loch Ness vatninu til höfuðborgar hálandanna, Inverness. Dveljum eina nótt í hálandabænum Grantown on Spay og skoðum bæði sauðfjár- og kúabúgarða. Á leið okkar til Aberdeen verður m.a. Macallen whisky verksmiðjan skoðuð. Endum ferðina í höfuðborg Skotlands, Edinborg þar sem gist verður síðustu þrjár næturnar á hóteli í miðbænum. Fararstjóri er Snorri Sigurðsson, þaulreyndur á þessu sviði.
Nánari ferðalýsingu er að finna hér. Verð er 185.600 kr. á mann í tvíbýli.
Innifalið í þátttökugjaldinu: Flug og flugvallaskattar. Allar ferðir með rútu samkvæmt ferðalýsingu. Gisting í 2ja manna herbergi með baði. Morgunverður allan tímann á hótelum. Kvöldverður á öllum hótelum nema í Edinborg. Íslensk fararstjórn.
Ekki innifalið: Aðgangur að sýningunni Royal Highland Show. Aðgangseyrir inn á söfn, hallir, kastala og kirkjur. Siglingar og viskísmökkun. Hádegisverðir. Kvöldverðir í Edinborg (3 kvöld). Drykkir og persónuleg útgjöld.
Bændaferðir, Síðumúla 2, 108 Reykjavík Sími 570 2790 Netfang: bokun@baendaferdir.is