Beint í efni

Fendt eykur afköstin verulega

16.09.2010

Dráttarvélaframleiðandinn Fendt stendur um þessar mundir í stórræðum, en fyrirtækið er að stækka verksmiðjur sínar í bæði Marktoberdorf og Asbach-Bäumenheim. Eftir stækkunina mun framleiðslugeta fyrirtækisins fara í 20 þúsund dráttarvélar á ári en samsetningarlínur Fendt ráða í dag við að búa til 30 þúsund Vario-skiptingar og er markmiðið að í framtíðinni muni framleiðslan á dráttarvélum verða jafn mikil. Fjárfesting samsteypunnar Agco, eiganda Fendt, er sú lang stærsta til þessa en áætlaður kostnaður við breytingarnar eru 172 milljónir Evra eða um 26 milljarðar íslenskra króna. Reiknað er með að

verksmiðjurnar verði komnar í full afköst í ágúst árið 2012. Það hlýtur að vera bændum tilhlökkunarefni að bíða eftir tilboðum á dráttarvélum það haust, þegar Fendt og aðrir framleiðendur á dráttarvélum munu leita að kaupendum fyrir mun fleiri dráttarvélar en nú eru á sölumarkaðinum.