
Félagsmenn BÍ geta sótt um styrk í starfsmenntasjóð
23.03.2018
Starfsmenntasjóður bænda, skammstafað SBÍ, hefur það að markmiði að hvetja og styrkja bændur fjárhagslega til að afla sér endur- og starfsmenntunar. Þannig geti félagar nýtt sjóðinn til að efla færni sína til að takast á við flóknari viðfangsefni. Eru bændur hvattir til að nýta sér þennan möguleika.
Rétt á styrk úr SBÍ eiga einungis þeir sem eru með fulla aðild að Bændasamtökum Íslands samkvæmt ákvæðum samþykkta BÍ.
Hægt er að sækja rafrænt um styrk úr Starfsmenntasjóðnum á Bændatorgi undir því sem heitir félagssíða. Upplýsingar um það hvað er styrkt kemur fram í reglum sjóðsins.