Beint í efni

Félagsaðild að Landssambandi kúabænda

23.12.2016

Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri LK, skrifar nýjasta leiðarann hér á naut.is sem ber nafnið “Félagsaðild að LK“. Í pistlinum gerir hún að umfjöllunarefni niðurfellingu búnaðargjalds um áramótin, nýjar leiðir í innheimtu félagsgjalda og mikilvægi þess að kúabændur eigi sitt félag. Þar segir m.a.: „Samtökin njóta virðingar innan stjórnsýslunnar og sjónarmið og álit vega þungt við gerð lagafrumvarpa og setningu reglugerða sem snúa að starfsumhverfi kúabænda. Menn taka fagnandi á móti upplýsingum sem þeir búa ekki yfir –og ef þeir búa ekki yfir þeim og enginn er til staðar til að veita upplýsingarnar, þá er ansi erfitt að sjá að hagsmunir kúabænda væru hafðir í fyrirrúmi í slíkri vinnu. Hin gullna regla er nefninlega sú að það er enginn að fara að gæta hagsmuna kúabænda sérstaklega, nema kúabændur sjálfir.“
Leiðarann má lesa í heild sinni hér fyrir neðan á forsíðu naut.is/SS.