Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Félag kúabænda á Suðurlandi gagnrýnir vinnubrögð landbúnaðarráðherra

12.03.2017

Stjórn Félags kúabænda á Suðurlandi hefur sent frá sér tilkynningu þar sem félagið gagnrýnir framgöngu landbúnaðarráðherra vegna birtingu frumvarpsdraga um breytingu á búvöru- og búnaðarlögum er varða endurskoðun á samkeppnisstöðu mjólkuriðnaðarins. Áður hafði félag eyfirskra kúabænda og Landssamband kúabænda einnig sent frá sér tilkynningar þar sem vinnubrögð ráðherra varðandi málið eru gagnrýnd.

Tilkynning félagsins í heild sinni: „Stjórn félags kúabænda á Suðurlandi gagnrýnir framgöngu landbúnaðarráðherra, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, með framkomnum drögum að frumvarpi til breytinga á búvörulögum. Í ljósi þess að ráðherra hefur nýlega endurskipað í starfshóp sem á að fjalla um endurskoðun á búvörusamningum, þykir stjórn FKS sérkennilegt að leggja fram þetta frumvarp núna. Er það alls ekki til þess fallið að ná meiri sátt um búvörusamningana, sem var hugsunin með skipun starfshópsins.

Núverandi starfsumhverfi mjólkuriðnaðarins og sú mikla hagræðing sem hefur átt sér stað síðustu ár hefur skilað miklum ávinningi. Þessi ávinningur hefur að stórum hluta runnið til neytenda í formi lægra verðs á mjólkurvörum. Er því vandséð á hvaða vegferð ráðherra er með að taka þetta út fyrir starf samráðshópsins og koma fram með frumvarp án frekari skoðunar.“