Beint í efni

Félag kúabænda á SuðurlandiFélagsráð FKS: Ályktun

04.01.2005

 

 

 

 

Ályktun um nautauppeldistöð BÍ í Þorleifskoti

 

Eftirfarandi ályktun var samþykkt á fundi félagsráðs Félags kúabænda á Suðurlandi þann 4. janúar síðastliðinn:

 

“Félagsráð Félags kúabænda á Suðurlandi telur brýnt að nú þegar verði ráðist í endurbætur á nautauppeldisstöð BÍ í Þorleifskoti, þannig að hún standist kröfur reglugerðar nr. 438/2002 um aðbúnað nautgripa.”

 

Greinargerð:

Núverandi aðstaða í Þorleifskoti er orðin mjög gömul og byggð á tímum þegar allt aðrar aðstæður og kröfur ríktu. Inréttingar eru orðnar úreltar og standast engan veginn ákvæði reglugerðar um aðbúnað nautgripa. Umönnun gripanna þarna hefur hins vegar ætíð verið til fyrirmyndar og umsjónarmönnum til stakrar prýði. Eins er húsakostur stövarinnar ágætur og vel við haldið. Því ætti ekki að vera kostnaðarsamt að gera þær úrbætur sem þarf.  Þeir kálfar sem aldir eru upp í Þorleifskoti bera með sér framtíðar erfðaefni íslenskrar nautgriparæktar og því ætti það að vera metnaður okkar að búa þeim sem bestar aðstæður.