Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Félag kúabænda á Suðurlandi2/2004

24.03.2004

                        FUNDUR   FÉLAGSRÁÐS  FKS   24. MARS 2004.

 

Haldinn í húsakynnum MBF. Hófst fundur kl. 11.10.

21 fundarmaður mættur á fund. Þetta tekið fyrir:

 

1. Stjórnarkjör.

Ritari, Valdimar Guðjónsson gaf ekki kost á sér áfram í stjórn. Formaður, Sigurður Loftsson og Jóhann Nikulásson kjörnir áfram í stjórn án athugasemda fundarmanna.

Gengið til kosninga um ritara. Katrín Birna Viðarsdóttir kjörin með 16 atkvæðum,

Elín Sveinsdóttir, Grétar Einarsson og Ágúst Dalkvist öll með 1 atkvæði.

 

2. Fréttir af Búnaðarþingi.    

Sigurður sagði, að frátöldu stjórnarkjöri sem var áberandi í fjölmiðlum, þá hefði í öðrum málum verið nokkur eindrægni.

 

3. Staða búvörusamninga.    

Formaður sagði frá stöðu mála.  Ekki enn farið að funda í samninganefndinni sjálfri.  Eitthvert strand virðist vera  í málunum þessa dagana.  Fundarmenn voru sammála um að það væri áhyggjuefni hve tími er orðinn knappur.  Líka vegna þess að skýrsla mjólkurhópsins hefði verið um margt jákvæð fyrir kúabændur og mikill áfangi að ná henni fram. Fundarmenn sammála um að árétta og ítreka fyrri ályktanir um að gengið verði  þegar til samninga.

 

4. Málefni nautgripakjöts.  

Stjórnarmennirnir, Sigurður og  Jóhann, höfðu báðir gengið  á fund stjórnar SS og sláturhússins  á Hellu. Mjög lítið framboð er á gripum.  Nokkrar hækkanir hafa orðið en ljóst er að hæstu verðin þessa dagana eru sunnanlands.

Jóhann spurði Runólf hvort hægt væri að kortleggja framboð gripa næstu mánuði. Runólfur  taldi það hægt að einhverju leyti út frá mjólkurskýrslum.  Kom fram að með einstaklingsmerkingum sem nú eru staðreynd ætti að vera enn auðveldara að vinna spár og hafa upplýsingar um fjölda gripa.

Gunnar í Hrosshaga taldi það afleitt ef vantaði kjöt inn á markaðinn. Hins vegar yrði verð nautakjöts að hækka enn frekar svo einhver sæi afkomumöguleika í framleiðslunni..

Sigurlaug í Nýjabæ kvaðst afar óánægð með verðlagningu kýrkjöts.   Það væri óviðunandi. Hún taldi nauðsynlegt að ef kæmi til innflutnings, þá yrði hann á hendi sláturleyfishafa ef mögulegt væri.

Ragnar í Birtingaholti sagðist ekki alveg sammála varðandi verðlagningu.  Segja mætti að verð fyrir kýrkjöt væri óeðlilega hátt miðað við nautakjöt. Nánast allar kýr virtust fara í bestu flokka þessa mánuði, óháð aldri, nú þegar framboð er knappt. Það vekti óneitanlega spurningar um matið.  

Jóhann minntist á kjötmat.   Það væri varla óumdeilt meðan matsmenn væru starfsmenn sláturhúsanna.  Þeir þyrftu að vera óháðir.

Katrín Birna í Ásólfsskála minntist á endurmat.  Bændur ættu endilega að nýta sér það ef þeir væru ósáttir við kjötmat.    

Ólafur í Geirakoti  sagði forstjóra SS hafa sagt á deildarfundi að stofnsjóður myndi rýrna ef menn færu að hækka kýrkjöt. Virtist beintengja það afkomu SS. 

Sigurlaug taldi stofnsjóð hvort eð er ekki fást fyrr en menn kæmust á grafarbakkann. Ólafur sagði það kost.  Menn eyddu honum þá ekki í vitleysu á meðan.

 

5.  Mjólkurframleiðslan

Sigurður kom inn á framleiðslu- og sölumál.   Drykkjarjógúrt og skyr.is er að gera mjög góða hluti í sölu.  Hins vegar væri áhyggjuefni síminnkandi drykkjarmjólkursala.    Búið er að gefa út að greitt verður út á 3 milljónir lítra mjólkur, próteinhluta. 105 milljónir lítra er greiðslumarkið og vegna góðrar sölu viss bjartsýni á að takist að halda þeim hluta.

Ásta í St-Mástungu minntist á nýja tegund mjólkurkæla.   Nauðsynlegt væri að koma þeim sem flestum inn í leikskóla og grunnskóla.   Kom fram að kostnaður væri kringum 65 milljónir  á landsvísu. Ásta taldi nauðsynlegt að ná í þessa neytendur upp á framtíðina.

Birna á Reykjum sagði víðast hvar á höfuðborgarsvæðinu enn neytt mjólkur inn í skólastofum.  Hins vegar væri þróunin sú að mötuneyti kæmu í alla skóla.

 

Stjórn falið að koma skilaboðum til markaðsnefndar að ýta á þessi mál.

 

Arna  á Guðnastöðum kvaðst hafa rekist á að drykkjarmjólkurfernur væru stundum ekki til í stærstu búðum, einnig jógúrt.  Þetta væri áhygguefni.

Katrín Birna minntist á kostnað miðað við gos.  Ekki væri haldið nóg á lofti hve mjólkurdrykkir væru í raun ódýrir.

 

Ræddir hagræðingarmöguleikar í mjólkuriðnaði.

     

5. Aðalfundur LK

Rætt um verkaskiptasamninga og búnaðargjald.   BÍ tilbúið að taka upp verkaskiptasaminga við búgreinafélögin.

Sigurlaug sagðist talsmaður þess að greiða sem minnst í búnaðargjald en frekar hver og einn fyrir þá þjónustu er hann nýtir. Bændum fækkaði sífellt. Sér fyndist slíkt ekki eiga sér stað í sama mæli á þriðju hæð Bændahallar. Alltof mikið færi í stúss kringum sauðfé.    Setti spurningamerki við hvort kúabændur fengju til baka þær upphæðir sem greitt væri fyrir í búnaðargjaldi.

Sigurður sagðist ekki vilja agnúast út í það sem gert væri fyrir aðra.  Hins vegar væri það okkar að gera kröfur um það er við vildum fá og láta gera fyrir peninginn.

Sveinn taldi nauðsynlegt að einhver lágmarks starfsemi væri á einum stað.

Ólafur sagðist setja spurningamerki við Lánasjóðinn og hvort hann væri orðinn hagstæður í lánakjörum.  

Sveinn í Reykjahlíð og Gunnar í Hrosshaga töldu hann hafa gagnast bændum í þeirri uppbyggingu og breytingum sem hafa farið fram síðustu ár. 

Sigurður sagði þurfa að taka þar inn  alla fleti.   Það væru stærðartakmarkanir hjá Lánasjóðnum, krafa um fyrsta veðrétt os.frv. Taka þyrfti inn í hve langt væri hægt að ná niður breytilegum vaxtakjörum nútíma  lánastofnana.

Runólfur sagði nú væri á döfinni að sameina RALA og Landbúnaðarháskólann. Slíkt væri innlegg í hagræðingarumræðu ef af yrði.

Starf og starfsemi búnaðarsambanda væri stundum á gráu svæði.   Varla væru nógu skýrar línur í dag hvar ætti að draga mörk varðandi gjaldtöku.  Ákveðin grunnþjónusta ætti að vera í boði. En hins vegar þyrfti að skilgreina hana og kostnaðarmeta hana betur en gert er í dag. Jafnframt þarf þessi starfsemi að hagræða eins bændur hafa verið að gera, skoða þarf þetta heildstætt með það að markmiði að auka skilvirkni og gæði, núverandi mörk landsþjónustu og héraðaþjónustu þarf að endurskoða.

Rætt um starfsemi og þjónustu búnaðarsambandanna frá ýmsum hliðum.

Runólfur greindi frá því að áætlað væri um að um 45% af vinnu Bssl. væri fyrir nautgriparæktina.  Ekki væri inn í því bókhaldsþjónusta.

Rúmlega 20 milljónir eru  áætlaðar á ári til búrekstraráætlana samkvæmt búnaðarlagasamningi ríkis og bænda.  Þó svo þetta fjármagn eigi að renna til búnaðarsambanda er það stjórn BÍ sem ákveður fyrirkomulag úthlutunar.  Út frá starfsreglum sem meirihluti stjórnar BÍ hefur samþykkt á undanförnum árum þá er ljóst að þetta fjármagn væri ekki allt að ganga út í búnaðarsamböndin eins og hugmyndin var í upphafi þegar þetta ákvæði var sett inn í búnaðarlagasamninginn og sérmerkt þar.

 

Rætt um sæðingastarfsemi, eldi á nautastöð  ofl.

 

Farið yfir hugsanlegar tillögur fyrir aðalfund LK og Bssl.

Sigurður sagði aðalmálið að fá nýtingu út úr þeim fjármunum sem við leggjum fram.

 

7. Afmæli félagsins

Rætt um afmæli félagsins en það verður 20 ára á næsta ári. Sigurður lagði til að stofna afmælisnefnd.   Rifjuð yrðu upp fyrstu árin og þær breytingar sem orðið hafa síðustu ár.

Samþykkt að skipa í undirbúningsnefnd Birnu á Reykjum, Jóhann í Hildisey og Ólaf í Geirakoti.

 

8. Önnur mál

Ágúst Dalkvist á Eystra Hrauni spurði um tillögu Daníels og Karls frá aðalfundi FKS.

Sigurður sagði frá því að tillagan hefði verið unnin ítarlegar og send til viðkomandi stofnana.

 

                                    Ritun á fundargerð:  Valdimar Guðjónsson.