
FAO og OECD: spá 22% aukningu á alþjóðaviðskiptum mjólkurvara
25.10.2017
Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) og Efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD) hafa gefið út sameiginlega skýrslu um þróun mjólkurvörumarkaðarins á komandi árinum. Í skýrslunni
kemur fram afar áhugaverð spá um markaðsþróunina þar sem því er m.a. spáð að eftir 10 ár verði millilandasala mjólkurvara 22% meiri en hún er í dag. Það sem er sérstaklega áhugavert í þessari spá er að samtökin spá því að kúabændur og afurðastöðvar í Vestur-Evrópu muni njóta stærsta hluta þessarar vaxtar í millilandaviðskiptunum og að salan fari úr 1,9 milljón tonn í 2,7 milljónir tonna eftir 10 ár.
Eftir sem áður verður Nýja-Sjáland það land sem verður með stærstan hluta útflutningsins en því er spáð að hann muni vaxa um rúmlega hálfa milljón tonna á næstu 10 árum og fari upp undir 3 milljónir tonna! Í dag er alþjóðlegi markaðurinn með mjólkurvörur talinn nema 7,8 milljón tonnum en að hann fari í 9,6 milljónir tonna árið 2026. Til gamans og fróðleiks má geta þess að það þarf að framleiða tæplega 100 milljarða lítra mjólkur til þess að sinna þessum alþjóðlega markaði/SS.