Beint í efni

FAO með nýja heimasíðu um mjólkurframleiðslu

15.10.2013

Alþjóðlega matvælastofnunin (FAO), sem starfrækt er af Sameinuðu þjóðunum, hefur nú hleypt af stokkunum nýrri heimasíðu sem tileinkuð er mjólkurframleislu og kallast „Dairy-Gateway“. Tilgangur síðunnar er að miðla upplýsingum um mjólkurframleiðslu heimsins en á síðunni má finna margskonar fróðleik og tölfræði um mjólkurframleiðslu og -vinnslu.

 

Þá er heimasíðunni einnig ætlað að miða upplýsingum á milli bænda en kúabændur geta t.d. sent inn upplýsingar, myndir ofl. Þessi heimasíða er á ensku, frönsku og spænsku en hana má skoða með því að smella á þennan hlekk hér: www.fao.org/agriculture/dairy-gateway/dairy-home/en /SS.