Beint í efni

Fallið frá öllum gjaldskrárhækkunum MAST

13.10.2020

Kristján Þór Júlí­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, hef­ur ákveðið að falla frá öll­um gjald­skrár­hækk­un­um Mat­væla­stofn­unn­ar á ár­inu 2020 vegna áhrifa Covid-19 heims­far­ald­urs­ins á ís­lenska mat­væla­fram­leiðend­ur. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu á vef ráðuneytisins.

Í aðgerðaráætl­un fyr­ir ís­lenska land­búnað og sjáv­ar­út­veg til að mæta áhrif­um heims­far­ald­urs­ins sem ráðherra kynnti í mars síðastliðnum var ákveðið að fresta gjald­skrár­hækk­un­um MAST til 1. sept­em­ber 2020 og að staðan yrði þá end­ur­met­in. Í ljósi þeirr­ar stöðu sem nú er uppi hef­ur verið ákveðið að falla al­farið frá 2,5% gjald­skrár­hækk­un­um á ár­inu 2020.

Ráðherra hef­ur einnig óskað eft­ir því við Mat­væla­stofn­un að unn­in verði heild­stæð kostnaðargrein­ing til að und­ir­byggja nýja gjald­skrá sem áformað er að taki gildi um næstu ára­mót.

Kristján Þór Júlí­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra seg­ir í frétta­til­kynn­ingu:

„Íslensk­ir mat­væla­fram­leiðend­ur hafa líkt og aðrar at­vinnu­grein­ar glímt við tekju­sam­drátt á þessu ári, m.a. vegna fækk­un­ar ferðamanna. Þessi ákvörðun er hluti af viðbrögðum ráðuneyt­is­ins til að styðja við ís­lenska mat­væla­fram­leiðend­ur við þær krefj­andi aðstæður.“