Beint í efni

Fallandi heimsmarkaðsverð?

04.07.2013

Það sem af er árinu hefur heimsmarkaðsverð á mjólkurafurðum hækkað verulega, en nú spáir hollenski landbúnaðarbankinn Rabobank því að framundan séu verðlækkanir. Þetta eru auðvitað slæm tíðindi fyrir kúabændur landsins enda Auðhumla nýbúið að hækka verð umframmjólkur en það verð heldur þó fram á haust.

 

Skýring Rabobank felst einfaldlega í markaðslögmálunum en hækkun heimsmarkaðsverðsins hefur gert það að verkum að afurðastöðvaverð víða um heim hefur hækkað og kúabændur aukið framleiðslu búa sinna. Telur bankinn að í kjölfarið verði framboð mjólkur meira en eftirspurnin og því muni verðið falla. Bankinn telur þó enganvegin að hrun sé framundan, einungis minniháttar verðlækkun/SS.