Beint í efni

Fagráð: Sex naut frá 2007 til framhaldsnotkunar

04.06.2013

Á fundi fagráðs í nautgriparækt sem var haldinn í dag, var ákveðið að taka sex naut úr árganginum frá 2007 til framhaldsnotkunar. Alls taldi árgangurinn 27 naut og þau sem koma til framhaldsnotkunar eru eftirfarandi: Lögur 07047 frá Egilsstöðum með 112 í heildareinkunn, að svo stöddu er hann eini nautsfaðirinn úr árgangnum. Afurðasemi dætra hans er um meðallag en kynbótamat fyrir júgur, spena, mjaltir og skap er mjög hátt. Húni 07041 frá Syðra-Hóli, með 111 í heildareinkunn. Rjómi 07017 frá Heggsstöðum, með 110 í heildareinkunn. Toppur 07046 frá Kotlaugum, heildareinkunnu 110. Sandur 07014 frá Skeiðháholti, með 109 í einkunn og að lokum Dúllari 07024 frá Villingadal, heildareinkunn hans er 108. Önnur naut úr árganginum voru lægri en svo að þau teldust uppfylla skilyrði til framhaldsnotkunar. Þó er hugsanlegt að Keipur 07054 og Blámi 07058 komi til notkunar síðar, en afkvæmahópar undan þeim eru enn það litilir að öryggi upplýsinganna um kynbótagildi þeirra er ekki nægjanlegt./BHB