Beint í efni

Fagráð í nautgriparækt fundar á morgun

30.08.2011

Á morgun, miðvikudaginn 31. ágúst fundar Fagráð í nautgriparækt. Að þessu sinni mun fagráð taka til umfjöllunar ráðstefnu um kynbætur nautgripa, stefnumótun varðandi sæðingastarfsemina, leiðbeiningar um góða búskaparhætti, stefnumörkun LK, efling skýrsluhalds í nautgriparækt og minni notkun heimanauta, framleiðslumál nautakjöts og umsóknir í þróunarsjóð nautgriparæktarinnar./BHB