Fagráð fundar um ræktunarmál
01.06.2011
Fagráð í nautgriparækt fundar á Hvanneyri og Hesti í dag. Á fundinum verður farið yfir ræktunarmálin, stöðu þeirra, áherslur og ræktunarmarkmið íslenska kúastofnsins. Farið verður yfir endanlegan afkvæmadóm nautanna sem fædd voru 2004 og fyrstu niðurstöður 2005 árgangsins. Þá verður tekin ákvörðun um hvaða naut koma til framhaldsnotkunar og verða í nautaskrá. Farið verður yfir skýrslur frá Nautastöð BÍ og ræddar aðgerðir til að auka þátttöku í skýrsluhaldi nautgriparæktarinnar. Þá verða teknar til afgreiðslu nokkrar umsóknir vegna rannsóknarverkefna í nautgriparækt./BHB