Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Fagráð fundaði á Hvanneyri

20.04.2010

Fagráð í nautgriparækt fundaði á Hvanneyri í dag. Dagskrá fundarins var sem hér segir:

 

1. Kosning formanns og ritara. Guðný Helga Björnsdóttur var kosin formaður og Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir, landsráðunautur í nautgriparækt var kosin ritari.
2. Umræður um hlutverk fagráðs og ræktunarhóp fagráðs og hvar hýsa á ákvarðanir um val á kynbótagripum.

3. Umsóknir í þróunarsjóð nautgriparæktarinnar. Að þessu sinni höfðu borist sjö umsóknir og afgreiddi fagráð þær fyrir sitt leyti til stjórnar BÍ. Eftirtaldar umsóknir voru teknar fyrir.

  • Betri fjós. Úttekt á hönnunarlausnum og frágangsaðferðum í nýjum og endurbyggðum fjósum hér á landi. – Snorri Sigurðsson, LBHÍ.
  • Leiðir gegn frjálsum fitusýrum í mjólk. – Snorri Sigurðsson, LBHÍ.
  • Áhrif Startvac bóluefnis á júgurheilbrigði. – Grétar Hrafn Harðarson, LBHÍ.
  • Myndskreytt handbók um snyrtingu nautgripaskrokka. – Stefán Vilhjálmsson, MAST og Óli Þór Hilmarsson, Matís.
  • Kynningarstofa íslensku kýrinnar. – Helga og Þorgrímur á Erpsstöðum í Dölum.
  • Nýjar leiðir til að bæta frjósemi íslenskara nautgripa. – Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir, BÍ.
  • Átaksverkefni í bættum árangri sæðinga. – Friðrik Jónsson, BúVest.

4. Önnur mál.

  • Viðbrögð við eldgosi í Eyjafjallajökli.

Frá vinstri: Grétar Hrafn Harðarson, Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir, Guðný Helga Björnsdóttir, formaður fagráðs, Sigurður Loftsson, Sigurgeir Hreinsson, Þórarinn Leifsson, Björn S. Gunnarsson

 


 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér hefur Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda bæst í hópinn. Magnús B. Jónsson var einnig á fundinum en þurfti frá að hverfa áður en honum lauk. Bragi L. Ólafsson boðaði forföll vegna kennslu. Gunnar Guðmundsson og Þorsteinn Ólafsson voru einnig forfallaðir.