Beint í efni

Fagráð fundaði á Hvanneyri

20.04.2010

Fagráð í nautgriparækt fundaði á Hvanneyri í dag. Dagskrá fundarins var sem hér segir:

 

1. Kosning formanns og ritara. Guðný Helga Björnsdóttur var kosin formaður og Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir, landsráðunautur í nautgriparækt var kosin ritari.
2. Umræður um hlutverk fagráðs og ræktunarhóp fagráðs og hvar hýsa á ákvarðanir um val á kynbótagripum.

3. Umsóknir í þróunarsjóð nautgriparæktarinnar. Að þessu sinni höfðu borist sjö umsóknir og afgreiddi fagráð þær fyrir sitt leyti til stjórnar BÍ. Eftirtaldar umsóknir voru teknar fyrir.

  • Betri fjós. Úttekt á hönnunarlausnum og frágangsaðferðum í nýjum og endurbyggðum fjósum hér á landi. – Snorri Sigurðsson, LBHÍ.
  • Leiðir gegn frjálsum fitusýrum í mjólk. – Snorri Sigurðsson, LBHÍ.
  • Áhrif Startvac bóluefnis á júgurheilbrigði. – Grétar Hrafn Harðarson, LBHÍ.
  • Myndskreytt handbók um snyrtingu nautgripaskrokka. – Stefán Vilhjálmsson, MAST og Óli Þór Hilmarsson, Matís.
  • Kynningarstofa íslensku kýrinnar. – Helga og Þorgrímur á Erpsstöðum í Dölum.
  • Nýjar leiðir til að bæta frjósemi íslenskara nautgripa. – Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir, BÍ.
  • Átaksverkefni í bættum árangri sæðinga. – Friðrik Jónsson, BúVest.

4. Önnur mál.

  • Viðbrögð við eldgosi í Eyjafjallajökli.

Frá vinstri: Grétar Hrafn Harðarson, Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir, Guðný Helga Björnsdóttir, formaður fagráðs, Sigurður Loftsson, Sigurgeir Hreinsson, Þórarinn Leifsson, Björn S. Gunnarsson

 


 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér hefur Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda bæst í hópinn. Magnús B. Jónsson var einnig á fundinum en þurfti frá að hverfa áður en honum lauk. Bragi L. Ólafsson boðaði forföll vegna kennslu. Gunnar Guðmundsson og Þorsteinn Ólafsson voru einnig forfallaðir.