Beint í efni

Fagfundur sauðfjárræktarinnar 2022

05.04.2022

Fagfundur sauðfjárræktarinnar 2022 verður haldinn fimmtudaginn 7. apríl í Ársal í Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri og hefst klukkan 10.00. Fundurinn er haldinn af Fagráði í sauðfjárrækt í samstarfi við BÍ, RML og Lbhí en fundarstjóri verður Emma Eyþórsdóttir. Á fundinum verður meðal annars farið yfir riðuveikirannsóknir, lambalíf, afkomu og gæði ásamt því að verðlaunaafhending verður á fundinum. Að loknum fundi verður opið hús á fjárræktarbúinu Hesti.

Daginn fyrir fagfundinn verður haldinn rafrænn fundur um Alþjóðlegar rannsóknir tengdar riðu og og útrýmingu hennar á Íslandi, miðvikudaginn 6. apríl.  Fundurinn er öllum opinn.  Fyrirlestrar fara fram á ensku, en verða þýddir jafnóðum af Karolínu Elísabetardóttur.

Hér er tengill inn á fundinn:  https://bit.ly/3u9BBNC

Fagfundur sauðfjárræktarinnar verður haldinn fimmtudaginn 7. apríl á Hvanneyri og verður sendur út í beinu streymi.

Hér er hægt að skrá sig á fundinn: https://bit.ly/3NPnBRe

Hér má nálgast beint streymi frá fundinum: https://bit.ly/3j2o18q

Sjá dagskrá fagfundarins hér

Sjá dagskrá riðufundarins hér