Beint í efni

Færri og stærri kúabú í Svíþjóð

07.07.2010

Í nýlegri samantekt Svensk mjölk, sem eru samtök afurðastöðva í Svíþjóð, kemur fram að þróun mjólkurframleiðslu í Svíþjóð er áþekk hérlendri, þ.e. búunum fækkar og þau stækka. Á sama tíma hefur innvigtun mjólkur jafnframt dregist nokkuð saman eða um 3% frá því í fyrra, en það ár dróst mjólkurframleiðslan saman um 6% frá

árinu 2008.

 

Flest bú sem leggja upp laupana eru á sænskan mælikvarða tiltölulega lítil, eða með framleiðslu undir 200.000 lítrum. Stærri búunum, þ.e. búum sem eru með meira en 1 milljón lítra í ársframleiðslu, heldur áfram að fjölga en þó hafa nokkur stór bú einnig hætt framleiðslu. Í dag eru u.þ.b. 10% búanna í Svíþjóð með meira en milljón lítra ársframleiðslu.