Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Færri og stærri kúabú í Svíþjóð

07.07.2010

Í nýlegri samantekt Svensk mjölk, sem eru samtök afurðastöðva í Svíþjóð, kemur fram að þróun mjólkurframleiðslu í Svíþjóð er áþekk hérlendri, þ.e. búunum fækkar og þau stækka. Á sama tíma hefur innvigtun mjólkur jafnframt dregist nokkuð saman eða um 3% frá því í fyrra, en það ár dróst mjólkurframleiðslan saman um 6% frá

árinu 2008.

 

Flest bú sem leggja upp laupana eru á sænskan mælikvarða tiltölulega lítil, eða með framleiðslu undir 200.000 lítrum. Stærri búunum, þ.e. búum sem eru með meira en 1 milljón lítra í ársframleiðslu, heldur áfram að fjölga en þó hafa nokkur stór bú einnig hætt framleiðslu. Í dag eru u.þ.b. 10% búanna í Svíþjóð með meira en milljón lítra ársframleiðslu.