Færri kýr sæddar með holdasæði fyrsta ársfjórðung 2002
17.05.2002
Samkvæmt söluyfirliti um sölu á holdasæði úr Angus og Limósín voru færri kýr sæddar með þessu sæði fyrstu þrjá mánuði þessa árs miðað við sama tíma síðustu tvö ár.
Líklegt má telja að lágt verð á nautakjöti, sem og fækkun mjólkurkúa skýri þessa þróun í sölu á holdasæði hérlendis. Nánar má lesa um sölu úr einstökum holdanautum á undirsíðu vefsins „kynbætur og ræktun – íslensk holdanaut“.