Beint í efni

Fækkun kúa áþekk hér á landi og erlendis

01.08.2003

Í nýlegri samantekt yfir þróun á fjölda kúa í Evrópu kemur fram að lítill munur er á milli landa. Kúm er að fækka í öllum löndum Evrópu, enda markaðir fyrir mjólkurafurðir verið nokkuð stöðugir en á sama tíma verið mikil aukning í nyt kúnna. Þegar íslenskar tölur eru bornar saman við erlendar, kemur í ljós að á 10 árum hefur kúm á Íslandi fækkað um 16% – frá um 30.000 kúm niður í um 25.500 kýr.

Á sama tíma hefur kúm í Evrópusambandinu fækkað um 17%, úr 23,5 milljón kúm niður í 19,5 milljón kýr. Hlutfall íslenskra kúa af heildarfjölda kúa í Evrópu er aðeins um 0,01%.

 

Mest fækkun kúa var á Spáni sl. 10 ár, en af stærri mjólkurframleiðslulöndunum er hlutfallsleg fækkun kúa í Frakklandi og Írlandi einna minnst sl. 10 ár, en fækkun í Írlandi hefur þó verið mjög hröð síðustu árin (sjá nánar í meðfylgjandi töflu).

 

Hlutfallsleg þróun í fjölda kúa á Íslandi og í helstu mjólkurframleiðslulöndum Evrópu, árið 1992 notað til viðmiðunar.

   1992  1995  1998  2001  2002
 ÍSLAND  100  100  96  86  84*
 Danmörk  100  101  96  89  87
 Svíþjóð  100  92  90  79  79
 Þýskaland  100  97  90  83  81
 Frakkland  100  101  95  90  89 
 Ítalía  100  91  91  94  82
 Holland  100  98  88   85  85
 Bretland  100  96  90  80  82
 Írland  100  100  101  98  89
 Spánn  100  89  88  80  76
 Evrópusambandið í heild  100  96  91  86  83

              * Byggt á áætlun LK um fjölda kúa hérlendis

 

Heimildir: Mejeriforeningen, BÍ og LK