
Fækkun kúa áþekk hér á landi og erlendis
01.08.2003
Í nýlegri samantekt yfir þróun á fjölda kúa í Evrópu kemur fram að lítill munur er á milli landa. Kúm er að fækka í öllum löndum Evrópu, enda markaðir fyrir mjólkurafurðir verið nokkuð stöðugir en á sama tíma verið mikil aukning í nyt kúnna. Þegar íslenskar tölur eru bornar saman við erlendar, kemur í ljós að á 10 árum hefur kúm á Íslandi fækkað um 16% – frá um 30.000 kúm niður í um 25.500 kýr.
Á sama tíma hefur kúm í Evrópusambandinu fækkað um 17%, úr 23,5 milljón kúm niður í 19,5 milljón kýr. Hlutfall íslenskra kúa af heildarfjölda kúa í Evrópu er aðeins um 0,01%.
Mest fækkun kúa var á Spáni sl. 10 ár, en af stærri mjólkurframleiðslulöndunum er hlutfallsleg fækkun kúa í Frakklandi og Írlandi einna minnst sl. 10 ár, en fækkun í Írlandi hefur þó verið mjög hröð síðustu árin (sjá nánar í meðfylgjandi töflu).
Hlutfallsleg þróun í fjölda kúa á Íslandi og í helstu mjólkurframleiðslulöndum Evrópu, árið 1992 notað til viðmiðunar.
1992 | 1995 | 1998 | 2001 | 2002 | |
ÍSLAND | 100 | 100 | 96 | 86 | 84* |
Danmörk | 100 | 101 | 96 | 89 | 87 |
Svíþjóð | 100 | 92 | 90 | 79 | 79 |
Þýskaland | 100 | 97 | 90 | 83 | 81 |
Frakkland | 100 | 101 | 95 | 90 | 89 |
Ítalía | 100 | 91 | 91 | 94 | 82 |
Holland | 100 | 98 | 88 | 85 | 85 |
Bretland | 100 | 96 | 90 | 80 | 82 |
Írland | 100 | 100 | 101 | 98 | 89 |
Spánn | 100 | 89 | 88 | 80 | 76 |
Evrópusambandið í heild | 100 | 96 | 91 | 86 | 83 |
* Byggt á áætlun LK um fjölda kúa hérlendis
Heimildir: Mejeriforeningen, BÍ og LK