Beint í efni

Fá 6,2 milljarða í skaðabætur!

27.06.2016

Bandarískur dómari hefur dæmt þarlenda afurðafélagið DFA (Dairy Farmers of America) til þess að greiða félagsmönnum sínum 6,2 milljarða íslenskra króna í skaðabætur vegna ólöglegs verðsamráðs við afurðafélagið Dean Foods árið 2009. Á bak við hóplögsóknina gegn DFA standa 8.860 kúabú og fær hvert þeirra að jafnaði 4 þúsund dollara í skaðabætur eða rétt um hálfa milljón íslenskra króna.

 

Við greindum frá þessu máli hér á naut.is fyrir tveimur árum (sjá hér) en þá hafði DFA boðið sömu upphæð sem einhverjir bændur sættu sig ekki við. Nú er svo dæmt í málinu tveimur árum síðan og er niðurstaðan sú sama hjá settum dómara og forsvarsmönnum DFA á sínum tíma svo bændurnir sem voru ósáttir á sínum tíma og komu í veg fyrir að málið yrði leyst með sátt, fengu ekkert fyrir sinn snúð annað en frestun á greiðslu/SS.