Beint í efni

Fá 1 milljarð fyrir heimasíðuna!

14.01.2011

Bandarísku bændasamtökin „American Farm Bureau Federation“ duttu heldur betur í lukkupottinn um daginn þegar aðaleigandi Facebook síðunnar, Mark Zuckerber, óskað eftir að kaupa lénið sem bændasamtökin notuðu. Lénið var nefninlega fb.com og fyrir það var Mark tilbúinn að greiða sem nam 8,5 milljónum dollara eða um 1 milljarði íslenskra króna! Samtökin stukku auðvitað á tilboðið og fengu í staðinn netfangið fb.org. Fái Mark áhuga á að kaupa upp fleiri lén með fb fyrir framan punktinn, þá má geta þess að

því miður þá er Fóðurblandan ekki með fb.is heldur fodur.is!

 

Í Danmörku væri það prentsmiðjan „Frederiksberg Bogtrykkeri A/S“ sem fengi krónurnar fyrir lénið fb.dk og í Svíþjóð auglýsingastofan „Forsman & Bodenfors“ fyrir fb.se. Norska fjarnámskennslustofnunin „Folkeuniversitetets Netstudier“ fengi greitt fyrir vefslóðina fb.no en stofnunin hét áður „Folkets Brevskole“ eða bréfaskóli fólksins í lauslegri snörun. Þá má geta þess að lénið fb.fi í Finnlandi er laust fyrir áhugasama en eitthvert fyrirtæki, ókunnugt greinarhöfundi, er með lénið fb.is.