Beint í efni

Eyfirskir kúabændur ósáttir!

15.08.2005

Eyfirskir kúabændur íhuga nú að stofna einkafyrirtæki um dýralæknaþjónustu vegna megnrar óánægju með mikinn kostnað við dýralækningar. LK hefur jafnframt frétt af fleiri kúabændum annarsstaðar á landinu sem vilja skoða þessi mál. Svo unnt verði að aðstoða þessa umbjóðendur LK sem best, vantar LK nánari upplýsingar um kostnað við dýralæknaþjónustu hérlendis og hvetur því kúabændur til að

senda til skrifstofunnar afrit af reikningum vegna dýralækninga á liðnum mánuðum. Hægt er að senda þá á fax LK: 433 7078 eða sem tölvumynd á: lk@naut.is. Að sjálfsögðu verður fyllsta trúnaðar gætt varðandi innsend gögn og þeim eytt með viðeigandi hætti.