Beint í efni

Eyfirskir kúabændur heimsækja MS og LK

09.03.2007

Í dag komu nokkrir eyfirskir kúabændur í heimsókn í Bitruháls 1, þar sem MS og LK eru með höfuðstöðvar. Tilgangur heimsóknarinnar var að kynnast rekstri og aðstöðu fyrirtækisins og samtakanna, auk þess að lyfta sér upp í höfuðstað lýðveldisins. Forstjóri MS, Guðbrandur Sigurðsson, skýrði frá helstu áherslum í rekstri fyrirtækisins og framtíðaráformum og Páll Svavarsson, stöðvarstjóri MS í Reykjavík leiddi gestina um framleiðslusalina.

Ástæða er til fagna framtaki þessara bænda og mættu fleiri kollegar taka sér þá til fyrirmyndar, þar sem mikilvægt er að framleiðendur séu vel með á nótunum í þeim breytingum sem eiga sér stað í mjólkuriðnaðinum um þessar mundir. Hér á myndinni má sjá gesti dagsins, frá vinstri eru Sæmundur og Kristín á Merkigili, Ásta og Kristinn á Espihóli, Ásta og Arnar á Hranastöðum og Hjörtur og Helga í Víðigerði.