Beint í efni

Eyfirskar kýr sletta úr klaufum!

13.05.2011

Sunnudaginn 15. maí kl. 12.00 bjóða ábúendur á Ytri-Tjörnum í Eyjafjarðarsveit, gestum og gangandi að fylgjast með þegar kúnum á bænum verður hleypt út eftir vetrarinnistöðu. Kýrnar fagna því vel og innilega þegar þeim er hleypt úr fjósi og má fastlega búast við að hraustlega verði slett úr klaufum.

Ytri-Tjarnir eru við Eyjafjarðarbraut eystri, 13 km sunnan Akureyrar. Þar er rekið kúabú með 50 mjólkurkúm, ábúendur eru Benjamín Baldursson og Hulda M. Jónsdóttir.

 

Léttar veitingar verða í boði MS Akureyri.

 

Allir velkomnir!

 

Ytri-Tjarnir á kortavef ja.is