Evrópusambandið styrkir auglýsingaherferðir um þrjá milljarða!
02.07.2003
Níu lönd í Evrópusambandinu hafa fengið loforð um þriggja milljarða króna styrk til að kynna landbúnaðarafurðir framleiddar innan landa ES. Löndin níu eru: Danmörk, Bretland, Írland, Þýskaland, Holland, Belgía, Spánn, Ítalía og Frakkland. Átakinu er ætlað að auka sölu á ýmsum landbúnaðarvörum frá Evrópu og mun standa í eitt til þrjú ár eftir löndum.