
Evrópusambandið stendur sterkt fyrir komandi WTO-viðræður
08.07.2003
Hin ný-samþykkta landbúnaðaráætlun Evrópusambandsins (ES) hefur styrkt pólitíska stöðu ES fyrir komandi WTO viðræður í september, samkvæmt mati Dr. Franz Fischler yfirmanns landbúnaðarmála innan ES. Evrópusambandið hefur þegar lagt til að útflutningsstyrkir verði stórlega minnkaðir og sk. markaðstruflandi styrkir jafnframt. Á móti hefur ES gert ríka kröfu til þess
að ýmis umhverfissjónarmið og dýravelferð verði tekin til greina í alþjóðaviðskiptum. Dæmi um slíkar kröfur eru atriði eins og bann við notkun á hormónum við kjötframleiðslu, bann við notkun á ákveðnum lyfjum/eiturefnum osfrv. Þá liggur fyrir að hvergi annarsstaðar í heiminum, nema etv. á Íslandi, er gerð ríkari krafa til dýravelferðar við búfjárhald og í Evrópusambandinu. Þetta hafa samningamenn ES bent réttilega á og krafist þess að gera eigi sömu lágmarkskröfur til aðbúnaðar búfjár innan aðildarlanda WTO.
Tillögur ES eru svohljóðandi:
- Draga úr útflutningsstyrkjum um 45% (eru ekki til hérlendis)
- Draga úr markaðstruflandi strykjum um 55%
- Auka markaðsaðgengi fyrir vörur um 36%
Þess í stað: Að gera sömu lágmarkskröfur til framleiðsluaðstæðna og framleiðslukrefa innan landa WTO.
Að sögn Dr. Fischler verður jafnframt gerð rík krafa til Bandaríkjanna, að settar verði mun ákveðnari reglur varðandi sk. fæðuhjálp. Ástæðan er sú að með sk. fæðuhjálp hafa Bandaríkin oft náð, í skjóli hennar, markaðsráðandi stöðu með sínar landbúnaðarvörur í viðkomandi landi. Þá hafa Bandaríkjamenn með þessu jafnframt geta réttlætt „óbeinan styrk til bænda“ með því að kaupa mikið magn af vörum á heimamarkaði, án þess að slíkar aðgerðir hafi áhrif á skuldbindingar vegna WTO-samninga.