Beint í efni

Evrópusambandið ræðir við íslensk stjórnvöld um áherslur vegna WTO

23.07.2003

Á fundi landbúnaðarráðherra Evrópusambandsins (ES) 22. júlí sl. tókst samkomulag aðildarlanda ES um áhersluatriði vegna komandi WTO viðræðna í Cancun. Franz Fischler, landbúnaðarráðherra ES, mun á fundinum í Mexíkó leggja upp með nýsamþykkta landbúnaðaráætlun ES.

Á fundi ráðherranna var jafnframt ákveðið að ræða sérstaklega við þau lönd sem ES hefur starfað náið með í tengslum við WTO og voru Noregur og Ísland nefnd sérstaklega í því sambandi. Svíar fengu það verkefni að ræða málin við Norðmenn, en Danir munu sjá um viðræður við fulltrúa Íslands.