
Evrópusambandið: Penka fær að fara heim
22.06.2018
Það er nú ekki víst að margir hér á landi þekki til hennar Penka en það er kýr frá kúabúi í Búlgaríu í Evrópusambandinu. Penka þessi var dag einn á beit í útihaga búsins þegar hún gerðist alvarlega brotleg við lög Evrópusambandsins, en kúabú þetta á land að landamærunum að Serbíu og þvældist Penka nefninlega yfir í Serbíu. Það var ekki það alvarlegasta en þegar bóndinn fann hana á ný og ætlaði með hana heim vandaðist málið, enda ber að framvísa sérstökum vottorðum með öllum lífdýrum sem koma inn í Evrópusambandið. Penka þessi var eðlilega ekki með slíkt vottorð og því átti, samkvæmt lögunum, umsvifalaust að fella Penka fyrir þetta alvarlega brot hennar.
Eigandinn lét sig nú ekki og fór með málið í fjölmiðla. Fljótlega komu upp baráttuhópar fyrir Penka og stjórnvöld í Búlagríu ákváða að láta reyna á lögin. Þá var mál hennar notað af andstæðingum Evrópusambandsins í Stóra-Bretlandi einnig og nefnt sem dæmi um ótrúlegt skrifræði. Til þess að gera langa sögu stutta þá endaði málið með því að Evrópusambandið gaf eftir og gaf undanþágu frá lögunum svo Penka gæti lifað áfram enda voru heilbrigðisyfirvöld í Búlgaríu búin að skoða Penka og meta það svo að hún væri hraust og sjúkdómalaus/SS.