Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Evrópusambandið mismunar aðildarlöndunum

22.07.2003

Ólýðræði í ES?Nýverið voru danskir kúabændur sektaðir af Evrópusambandinu um hátt í 700 milljónir króna vegna offramleiðslu á mjólk á síðasta verðlagsári (endaði í apríl). Athygli vekur hinsvegar að fyrir nokkrum vikum var ítölskum kúabændum sleppt við álíka sekt, fyrst og fremst vegna þess að þarlendir bændur hafa lítið sem ekkert tekið mark á því uppgefna greiðslumarki sem Evrópusambandið setti á Ítalíu!

Fram kemur í erlendum fréttum að Danir hafi á nýliðnu verðlagsári farið vel framúr greiðslumarksþakinu og að það kalli einfaldlega á sektir frá Brussel. Kaj Ole Pedersen, talsmaður samtaka afurðastöðva í dönskum mjólkuriðnaði, sagði að reglurnar væru skýrar og að Danir fari að sjálfsögðu að þeim. Hann viðurkenndi þó að verulegt ósamræmi væri á framkvæmd reglna Evrópusambandsins, enda sluppu Ítalir við sambærilegar sektir og við það tækifæri fengu þeir aukinheldur næstu 14 ár til að aðlaga framleiðsluna að greiðslumarki landsins!