Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Evrópusambandið með neyðaraðstoð til kúabænda

19.07.2016

Í gær ákvað stjórn Evrópusambandsins að leggja fram tillögu um að veita kúabændum sambandslandanna neyðaraðstoð vegna langvarandi lágs afurðastöðvaverðs. Samkvæmt tillögunni fá bændurnir í aðildarlöndunum 47 milljarða íslenskra króna í sérstakan viðbótarstuðning og auk þess fá aðildarlöndin heimild til þess að styrkja sína kúabændur um aðra eins upphæð svo allt í allt gæti neyðaraðstoðin numið rúmum 90 milljörðum króna.

 

Úthlutun styrksins verður háð því að kúabændurnir dragi úr mjólkurframleiðslunni og fá einungis þeir styrk sem minnka framleiðsluna. Auk þessa verður 20 milljörðum íslenskra króna varið til þess að auðvelda kúabændum að hætta í framleiðslu, þ.e. þeir sem hætta fá sérstakan úreldingarstyrk. Um tillögu er að ræða og fer hún nú fyrir ráðherranefnd Evrópusambandsins og síðar fyrir Evrópuþingið og öðlast hún þá gildi.

 

Fyrstu viðbrögð forsvarmanna kúabænda í flestum stóru framleiðslulöndunum eru jákvæð gagnvart þessari tillögu og vekur hún tiltrú á því að unnt verði að draga verulega úr offramleiðslunni og þar með ætti hún að leiða til hærra afurðastöðvaverðs þegar til lengdar er litið/SS.