
Evrópusambandið með aukið eftirlit með kjöti frá Brasilíu
30.06.2017
Kjöthneykslið í Brasilíu hefur heldur betur haft áhrif á útflutning á kjöti frá landinu. Eins og við höfum áður greint frá hafa Bandaríkin stöðvað innflutning á öllu kjöti frá landinu og Evrópusambandið hefur nú einnig fyrirskipað að allt innflutt kjöt frá Brasilíu verði rannsakað – hver einasta sending!
Þetta er gert til þess að tryggja matvælaöryggið og að neytendur landanna sem standa að Evrópusambandinu enda hefur ítrekað komið í ljós að brasilísk stjórnvöld hafa enga stjórn á kjötvinnslum landsins og geta ekki ábyrgst kjötgæðin sem frá kjötvinnslunum koma/SS.