Beint í efni

Evrópusambandið í ruglinu

08.04.2013

Innan Evrópusambandsins er nú unnið með nýjar reglur varðandi lágmarksverð mjólkur, en það er vissulega gott framtak í sjálfum sér að loks verði settar reglur um lágmarksverð og þannig geti verslanir ekki þvingað verðið endalaust niður.

 

Raunveruleg hætta er á slíkri stöðu þegar kvótakerfi mjólkurframleiðslunnar verður lagt niður árið 2015 en þá má búast við miklu framboði mjólkur, sem gæti þvingað niður verð til bænda. Hins vegar eru hugmyndir innan sambandsins um lágmarksverðið algjörlega út úr korti eins og segir í bréfi Kjartans Poulsen, formanns danskra kúabænda, í dag til félagsmanna sinna.

 

Fyrstu hugmyndir um lágmarksverð til bænda eru 24 evrusent á líterinn (37,1 íkr) sem er um helmingi lægra en hin óháða þýska rannsóknarskrifstofa Büro für Agrarsoziologie und Landwirtschaft telur að eigi að vera lágmarksverð í Þýskalandi. Sérfræðingarnir hafa reiknað út að eigi mjólkurverðið að dekka allan kostnað þá þurfi bændur að fá 45-55 evrusent (69,5-85,0 íkr) fyrir lítrann/SS.