Beint í efni

Evrópusambandið gefur undanþágu frá formjöltum!

27.07.2011

Þrátt fyrir andmæli fjögurra landa, m.a. Danmerkur og Finnlands, hefur Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins nú gefið heimild til þess að selja megi mjólkurvörur til landa sambandsins sem ekki uppfylla núgildandi kröfur til mjólkurframleiðslu! Það var Ástralía sem sótti hart að fá að selja mjólk inn á markað Evrópusambandsins frá kúabúum sem ekki formjólka kýrnar til þess að tryggja að mjólkin sé í lagi frá kúnum. Um er að ræða stórmál fyrir mjólkurframleiðslu bæði landa Evrópusambandsins og landa EES samningsins, m.a. Íslands.

 

Ef þessi ákvörðun Framkvæmdastjórnarinnar verður lögfest, þarf að breyta mjólkurreglugerðum allra landa EES til samræmis við ákvörðunina svo allir kúabændur sitji við sama borð. Þar með verða um leið kröfur til mjaltaþjóna rýmkaðar til muna frá því sem nú er svo dæmi sé tekið, s.s. til frátökubúnaðar vegna afbrigðilegrar mjólkur. Þar til annað kemur í ljós er ekki hægt að túlka afgreiðslu Framkvæmdastjórnarinnar sem annað en hrein skrifræðismistök sem hljóta að verða leiðrétt/SS.