Evrópusambandið eykur mjólkurkvótann
23.05.2013
Þrátt fyrir að mjólkurkvótinn verði lagður niður í Evrópusambandinu árið 2015 hefur kvótinn nú verið aukinn um 1%. Ástæðan er einfaldlega brýn þörf fyrir aukna framleiðslu og ákvörðun um aukningu hentar vel löndum eins og Írlandi og Hollandi en bændur þessara landa geta all auðveldlega aukið framleiðsluna núna enda framleitt umfram kvóta undanfarið.
Alls voru það sex lönd sem framleiddu meira en landskvótinn sagði til um kvótaárið 2011/2012 en þessi lönd voru Austurríki, Írland, Holland, Þýskaland, Kýpur og Lúxemborg. Offramleiðsla þessara landa kallar á gríðalega háar sektir en alls fengu löndin 12 milljarða króna sekt, sem kúabændur landanna þurfa að borga!
Með því að auka kvótann geta löndin nú framleitt meira magn án sektargreiðslu. Aukningin þýðir jafnframt að verðmæti kvótans er nánast horfið að fullu en nefna má sem dæmi að verð á mjólkurkvóta í Þýskalandi var fyrir skömmu ein og hálf króna á kílóið/SS.