Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Evrópusambandið að gjörbreyta styrkjakerfinu?

30.11.2017

Í haust hafa borist af því fréttir að til stæði að breyta verulega landbúnaðarstuðninginum hjá Evrópusambandinu og m.a. setja þak á stuðningsgreiðslur í landbúnaði árið 2020, enda liggur fyrir að 20% af bændunum eru að fá um 80% af stuðninginum og því etv. ekki óeðlilegt að þetta sé skoðað. Í haust bárust fregnir af hugmyndum þess efnis að sett yrði hámarksgreiðsluþak á hvert bú en nú virðist sem horfið hafi verið frá þeirri hugmynd í bili amk. Aðal stuðningsgreiðslur í Evrópusambandinu eru á land og nú virðist sem samstaða hafi náðst um að setja þak á heildargreiðsluna á hvert bú sem svari til 250 hekturum lands.

Þá kemur fram að stuðningurinn muni fara minnkandi eftir því sem hektararnir eru fleiri, en hvenær byrjar að draga úr greiðslum þ.e. hve marga hektara þarf til að byrja að fá skerðingu á greiðslur á hvern viðbótar hektara liggur ekki fyrir í dag en það skýrist væntanlega á komandi vikum og mánuðum. Í dag er kerfið þannig að allir sem eru með umráðarétt yfir landi geta fengið stuðning en svo verður ekki í framtíðinni enda geta bæði golfvellir og önnur íþróttasvæði með grænum opnum svæðum, sveitarfélög og fleiri fengið styrki. Þá virðist sem að horft verði til þess að einungis þeir sem stundi landbúnað sem aðal atvinnu geti fengið stuðning í framtíðinni og þeir sem stundi landbúnað sem áhugamál eða sem aukatekjur með annarri vinnu muni ekki geta fengið stuðning í framtíðinni. Ef þessi tillaga verður ofan á, þ.e. sú síðasta sem hér hefur verið nefnd, er um hreina byltingu að ræða í styrkjakerfi Evrópusambandsins/SS.