Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Evrópuráðið leggur til breytingar á reglum um lyfjanotkun

02.07.2018

Evrópuráðið hefur lagt til breytingar á reglum Evrópusambandsins varðandi lyfjanotkun í landbúnaði en þetta var niðurstaðan eftir margra ára samninga landanna. Hinar nýju reglur munu draga verulega úr möguleikum söluaðila á að selja ákveðin lyf sem talin eru geta valdið lyfjaónæmi baktería. Megin tilgangur breytinganna verður að gera innri markað með lyfjasölu betri og einfaldari og um leið verður auðveldara að fylgjast með lyfjasölunni.

Í dag eru reglurnar afar breytilegar á milli einstakra landa innan Evrópusambandsins og á meðan afar gott eftirlit er með sölu og notkun á dýralyfjum t.d. í Svíþjóð er ástandið mun verra sunnar í Evrópu. Nú stefnir hins vegar í það að nýja kerfið verði í raun áþekkt því sænska og telja hin sænsku hagsmunasamtök bænda að í raun verði óveruleg breyting þar í landi, en á hinn bóginn verulega mikil breyting hjá bændum í mörgum öðrum löndum Evrópusambandsins.

En um hvað snúast reglurnar? T.d. mega dýralæknar ekki selja lyf í framtíðinni, einungis ávísa lyfjum og lyfjasalan þarf að vera óháð þeim aðila sem skrifar upp á lyfjanotkunina. Þá verður óheimilt að nota mótefni í fyrirbyggjandi tilgangi, þ.e. án þess að skepnur séu í raun veikar. Þetta mun t.d. hafa áhrif á geldstöðumeðhöndlun kúa en þær eru oft meðhöndlaðar með lyfjum án þess að skýr sjúkdómsgreining liggi fyrir.

Það sem er einna mest eftirtektarvert við þessa fyrirhuguðu breytingu er að þegar hún tekur gildi, mun hún einnig ná yfir allar landbúnaðarvörur sem fluttar eru til Evrópusambandsins. Með öðrum orðum þá mun verða gerð krafa um að ef kjöt- eða mjólkurvörur verða fluttar til Evrópusambandsins, þá þurfi uppruni þeirra að vera fá löndum sem hafa jafn strangar reglur varðandi lyfjanotkun. Þetta er nokkuð sem Landssamband kúabænda hefur margoft bent á að vanti í regluverkið hér á landi, þ.e. að gerðar séu sambærilegar kröfur til uppruna þeirra landbúnaðarvara sem hingað til lands koma og gerðar eru hér á landi. Þessi nýja og áhugaverða afstaða í Evrópusambandinu gæti því varðað leið annarra landa að setja sambærilegar kröfur um uppruna innfluttra vara.

Talið er að nýju reglurnar verði samþykktar, en þó er búist við töluverðri andstöðu meðal bæði bænda og dýralækna sem og innflytjenda á kjöt- og mjólkurvörum. Ríkin hafa þó náð samkomulagi um þetta, svo líklega fer málið í gegn og munu hinar nýja lyfjareglur taka gildi ekki síðar en árið 2021/SS.