Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Evrópubúar sólgnir í upprunavottaða mjólk

26.11.2012

Kúabú sem eru í lífrænni framleiðslu á mjólk hafa vart undan nú um stundir í Evrópu sökum mikillar eftirspurnar eftir upprunavottaðri mjólk. Mikil eftirspurn hefur leitt til mestu framleiðslu á lífrænt vottaðri mjólk frá upphafi og sem dæmi má nefna að framleiðslan hefur aukist um 39% í Frakklandi í ár, 19% í Finnlandi og 12% í Svíþjóð.
 
Í Þýskalandi jókst eftirspurn eftir lífrænt vottaðri mjólk fyrstu níu mánuði ársins um 4% en framleiðslan einungis um 1,4% sem hefur því kallað á innflutning lífrænt vottaðrar mjólkur. Stærsti hluti þess innflutnings kemur frá Danmörku.

 

Í Danmörku er hlutdeild lífrænt vottaðrar drykkjarmjólkur lang hæst og nemur neyslan um þriðjungi allrar drykkjarmjólkur. Í kjölfar mikils verðsstríðs í stórmörkuðum þar í landi, þar sem mjólk hefur verið seld langt undir kostnaðarverði í marga mánuði, hefur þó dregið jafnt og þétt úr neyslu á lífrænt vottaðri mjólk enda hún mun dýrari. Aukin eftirspurn í öðrum löndum gerir þó það að verkum að framleiðslan hefur einnig aukist í Danmörku, auk þess sem hluti þeirrar mjólkur er siglt til Kína og seld þar/SS.