Beint í efni

EuroTier 2012 verður sú stærsta til þessa

04.05.2012

Hin alþjóðlega landbúnaðarsýning EuroTier 2012 verður í ár stærsta sýningin sem haldin hefur verið til þessa. Þannig stefnir nú í að 2.200 aðilar frá 46 löndum verði með kynningarbása á sýningunni en hún verður haldin dagana 13.-16. nóvember nk. í Hanover.
 
Sýningin er alltaf haldin annað hvert ár og árið 2010 voru 1.800 sýnendur á sýningunni þannig að aukningin er umtalsverð. Fari sem horfir nú, nær EuroTier að skáka öllum öðrum landbúnaðarsýningum í heiminum á þessu sviði. Auk mikillar áherslu á nautgripi og búnað fyrir nautgripabændur þá eru að sjálfsögðu önnur búfjárkyn á sýningunni einnig. Þá verður all stór þáttur á sýningunni ýmislegt sem snýr að náttúrulegri orkuframleiðslu s.s. úr hauggasi/SS.